Aðalfundur SAH Afurða ehf

Aðalfundur SAH Afurða ehf. var haldinn 3 maí þar sem ársreikningur ársins 2017 var samþykkur. Velta félagsins var tæpir 2 milljarðar króna og hagnaður varð á rekstri að fjárhæð 5,5 millj. kr. Síðast var hagnaður á rekstri félagsins árið 2013. Bókfært eigið fé félagsins í árslok var neikvætt sem nemur 153,2 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi. Ársverk á reikningsárinu voru 52. Það stefnir í tap fyrstu fjóra mánuði ársins 2018.

SAH hefur flutt út rúm 320 tonn af kindaafurðum það sem af er ári. Allar gærur og aukaafurðir eru seldar. Gengi krónunnar hefur ekki verið hagstætt fyrir útflytjendur og verðið  óásættanlegt.

Verð á lambakjöti innanlands hefur farið lækkandi vegna offramboðs og gríðalegrar samkeppni.

Ákveðið var að greiða bændum 3% uppbætur á innlegg 2017.  Stefnt er á að borga það út 25. maí.

Varðandi komandi sláturtíð hefur ekki verið tekin ákvörðun um verð.  Slátrun mun hefjast 5. september og standa út október.