Ákvörðun um viðbótargreiðslu dilkakjöts 2018

Stjórn SAH Afurða ehf. kom saman í dag til að fara yfir drög að uppgjöri síðasta árs. Í ljósi afkomu félagsins var talið að svigrúm væri til að greiða innleggjendum hjá félaginu viðbótargreiðslu vegna innleggs þeirra á dilkakjöti síðast liðið haust.
Stjórnin ákvað að viðbótargreiðslan yrði 12% ofan á innlegg á dilkakjöt síðasta haust. Greiðslan verður greidd 8. febrúar n.k.