Mikilvægar upplýsingar fyrir sláturtíð 2020

Undirbúningur sláturtíðar hjá SAH Afurðum ehf. er nú í fullum gangi og margt sem þarf að huga að á tímum kórónuveirufaraldurs. Mikið og gott samstarf hefur verið við Embætti landlæknis, almannavarnir og landssamtök sláturleyfishafa til að draga úr hættu á COVID-19 kórónuveiru smiti og einnig að koma með leiðbeiningar fyrir starfsfólk á þessum erfiðu og sérstöku tímum. Mjög mikilvægt er að verja bæði starfsmenn og starfsstöðina fyrir smithættu og hafa því verið teknar eftirfarandi ákvarðanir.

Bændur og aðrir utanaðkomandi gestir er ekki heimilaður aðgangur að afurðastöð, skrifstofu og mötuneyti. Sem þýðir að bændur geta ekki framvísað sínu fé, né fylgst með við kjötmat. Því er mjög mikilvægt að móttökukvittun frá bílstjóra sé rétt útfyllt.

Vigtarseðlar verða sendir út í tölvupósti og eru bændur hvattir til að hringja og óska eftir sínum vigtarseðli berist seðilinn ekki í tölvupósti í lok sláturdags í símarnúmerið 455-2200

Bændur eru hvattir til að viðhalda 2 metra nálægðartakmörkun frá bílstjórum þegar fé er sótt á bæi.

Verðskrá heimtöku verður eins og árið 2019. Innleggjendur sem leggja inn allt sitt sláturfé hjá SAH Afurðum falla undir verðskrá 1. Aðrir innleggjendur greiða samkvæmt verðskrá 2. Sjá verðskrá á heimasíðu SAH Afurða http://www.sahun.is/is/saudfe

Afhending heimtöku fer fram í vöruafgreiðslu, innleggjendur eru beðnir um að hringja á undan sér.

Ekki er búið að birta verðskrá fyrir haustið 2020, en hún verður birt fljótlega eða um leið og hún er tilbúin.

Við erum öll almannavarnir og verðum við því að hjálpast að við þetta verkefni. Innleggjendur og aðrir eru hvatir til að hringja eða senda tölvupóst hafi þeir einhverjar spurningar eða eitthvað er óljóst.

Símanúmer SAH Afurða 455 2200 og netfang sah@sahun.is