Starfsmenn óskast
03.12.2019
SAH Afurðir ehf á Blönduósi óska eftir að ráða starfsmann á skrifstofu í 100% starf sem fyrst og einnig í mötuneyti og þvottahús í 100% starf.
Skrifstofa
Starfs – og ábyrgðarsvið
- Umsjón um afurðabókhald
- Almenn skrifstofustörf og önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða reynsla á sviði bókhalds
- Góð almenn tölvukunnátta
- Nákvæm og vönduð vinnubrögð
Þvottahús og mötuneyti.
Starfs – og ábyrgðarsvið
- Umsjón með þvottahúsi & kaffistofu
- Þrif á ákveðnum svæðum
- Og önnu tilfallandi störf
Vinnutími frá 07:00 – 15:45.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 15. desember n.k. Nánari upplýsingar veitir Vala Hilmarsdóttir í síma 455 2200 eða á netfanginu vala@sahun.is – móttaka umsókna er á sama netfang.