Verð á sauðfjárinnleggi sláturtíðina 2016 hjá SAH Afurðum

Sláturtíð hefst 7. september og líkur þann 28. október næstkomandi.

Í nýrri verðskrá SAH Afurða fyrir sláturtíðina 2016, sem finna má hérna á síðunni, sést að lækkun er á verðskrá sauðfjárinnleggs og er það því miður óumflýjanlegt.

Ástæða lækkunar er að megninu til vegna samdráttar á raungildi útflutningstekna á gærum og aukaafurðum síðustu ára. Ljóst er að það verður enn frekari samdráttur í haust.

Styrking krónunnar hefur líka haft neikvæð áhrif á útflutning sérlega á Noregsmarkað, þar sem styrking krónunnar gagnvart þeirri norsku hefur verið umtalsverð.