Breytt afurðaverð nautgripa

7. júní tók gildi breytt verðskrá nautgripa hjá Norðlenska og SAH Afurðum, dótturfélögum Kjarnafæðis Norðlenska.  

Breyting er á verði ungneyta þannig að meðalverð hækkar á sama tíma og verðmunur milli þeirra gripa sem lakast flokkast og þeirra sem betri eru með tilliti til kjötmats eykst.  Á sama tíma leiðréttast villur sem voru í töflum fyrir kýr og naut í síðustu verðskrá.