Um okkur

Um sahSAH Afurðir ehf. var stofnað 1. janúar 2006. SAH Afurðir byggja á traustum grunni Sölufélags Austur Húnvetninga en fyrsta sláturhús þess félags var byggt á Blönduósi 1908 og frá þeim tíma hefur verið samfelld starfsemi á Blönduósi á þessu sviði.

Slátrað er sauðfé af svæði sem nær frá Kelduhverfi í austri til Dýrafjarðar í vestri, ásamt fé úr Borgarfirði, Dölum og Þingvallasveit. Megin starfssvæði SAH Afurða er samt sem áður norðan og vestanvert landið.

Nautgripum og hrossum er slátrað eftir því sem framboð gefur tilefni til. Samhliða rekstri sláturhúss er rekin kjötvinnsla sem stofnuð var 1963, þar sem megináherslan er lögð á grófvinnslu fyrir aðrar kjötvinnslur.

SAH Afurðir hefur virkt HACCP gæðakerfi sem tryggir öryggi og heilnæmi afurða félagsins og að réttum framleiðsluháttum sé fylgt í hvívetna. SAH Afurðir hefur einnig leyfi til útflutnings dilkakjöts, hrossakjöts og innmats úr sauðfé á evrópumarkað.

 

Nafn Starfsheiti   Tölvupóstur  Sími
Gunnhildur Þórmundsdóttir Sláturhússtjóri   gunnhildur@kn.is   469-4533 / 896-2282
Elmar Sveinsson Framleiðslustjóri   elmar@kn.is  896-4130
Katrín Sif Rúnarsdóttir Afurðaskráning   katrin@kn.is 469-4501