Gísli hættir sem sláturhússtjóri eftir 48 ár

Gísli hættir sem sláturhússtjóri eftir 48 ár

Þau tímamót urðu hjá félaginu 1. apríl 2020 að Gísli Garðarsson sláturhússtjóri lét af störfum sökum aldurs. Gísli hóf störf árið 1972 og hefur því unnið hjá fyrirtækinu í 48 ár, lengstum sem sláturhússtjóri. Gísli hefur verið afar farsæll sem slíkur og kunna stjórnendur fyrirtækissins honum bestu þakkir fyrir samstarfið og afar vel unnin störf. Eftirsjáin af Gísla verður mikil en hann hefur þó ekki alveg sagt skilið við SAH afurðir. Hann mun koma inn í sláturtíð í haust og aðstoða nýjan sláturhússtjóra Gunnihildi Þórmundsdóttur. Gunnhildur sem er lærð kjötiðnaðarmaður hefur áralanga reynslu sem starfsmaður SAH og því spennandi tímar framundan fyrir hana jafnt sem fyrirtækið. Gunnhildur fékk nasaþefinn af starfi sláturhússstjóra í síðustu sláturtíð þegar hún kynntist þeim anga starfsins betur við hlið Gísla.  Vilja stjórnendur SAH afurða óska Gunnhildi alls hins besta í starfi og ljóst að mikil sátt og ánægja ríkir með þessa ráðningu. Ánægjan er ekki síst fyrir þá sakir að Gunnhildur er ein mjög fárra kvenna til að gegna sláturhússtjórastöðu á Íslandi og þá hefur hún góða tengingu við svæðið.