Upplýsingar um haustslátrun

SAH Afurðir ætlar að byrja að slátra í viku 36, þ.e. 6. september. Álag verður 11% í viku 36 og einnig í viku 37. Álag í viku 38 er 4%

Grunnverð hefur ekki verið gefið út. Áætlað er að sláturtíð ljúki 25. október.

Bændur er beðnir að huga tímanlega að sláturpöntunum og taki frá heppilega daga í síma 455 2200 eða á tölvupóst sah@sahun.is.

Í haust mun verða breyting á verðskrá fyrir heimtöku. Innleggjendur sem leggja inn allt sitt sláturfé hjá SAH Afurðum falla undir verðskrá 1. Aðrir innleggjendur greiða samkvæmt verðskrá 2. Nánari upplýsingar um verð á heimtöku má finna á heimasíðu SAH Afurða undir flippanum sauðfé.