Verslun SAH afurða á Blönduósi

Frá og með 17.apríl 2023 verður þjónustu í gegnum verslun SAH afurða ehf. við Húnabraut hætt.

 Þjónusta við viðskiptavini sem og framleiðendur sem leggja inn hjá SAH afurðum eða skyldum félögum verður framvegis sinnt í gegnum söludeild  Kjarnafæðis Norðlenska hf.  Viðskiptavinum sem og framleiðendum verður sem fyrr boðið uppá góð kjör á fjölbreyttum framleiðsluvörum Kjarnafæðis Norðlenska hf.

 Pöntunarsími er 469-4500, einnig má senda pantanir eða fyrirspurnir á  netfangið sala@kn.is. Opnunartími söludeildar er alla virka daga frá 08:00-16:00 nema föstudaga 08:00-13:00

  Afhending á vörum fer fram hjá Vörumiðlun, Norðurlandsvegi 1 Blönduósi. Opnunartími hjá Vörumiðlun er alla virka daga milli 08:00-12:00 og 13:00-16:00. 

 Kjarnafæði Norðlenska hf