Sauðfjárslátrun

Upplýsingar um haustslátrun 2020.

Sláturtíð hefst í viku 36, þ.e. 3. september. Álag verður 16% í viku 36 og einnig í viku 37. Álag í viku 38 er 6%.

Áætlað er að sláturtíð ljúki 20. október.

Móttaka pantana er í síma 455-2200 eða sah@sahun.is

Verðskrá haustið 2020 (uppfærð 10.09.20)

Greiðslufyrirkomulag: 
Sláturtímabil Greiðslud.
Vika 36 og 37 18.09.20
Vika 38 25.09.20
Vika 39 02.10.20
Vika 40 09.10.20
Vika 41 16.10.20
Vika 42 23.10.20
Vika 43 30.10.20


Heimtaka:
  

Innleggjendur sem leggja inn allt sitt sláturfé hjá SAH Afurðum falla undir verðskrá 1. Aðrir innleggjendur greiða samkvæmt verðskrá 2.

Verðskrá 1

Sláturkostnaður / heimtaka er 3.800 kr. pr. stk. lamb eða fullorðið.

Fínsögun kostar aukalega 40 kr. / kg.

Verðskrá 2

Sláturkostnaður / heimtaka er 4.800 kr. pr. stk. lamb eða fullorðið.

Fínsögun kostar aukalega 55 kr. / kg.

Hér má nálgast excel útgáfu af því annars eru bílstjórar einnig með eyðublaðið

Hagnýtar upplýsingar um heimtöku

  • Huga þarf að heimtöku í síðasta lagi degi áður en slátrað er.
  • Pantanir fyrir heimtöku eru sendar í tölvupósti á sah@sahun.is. Þeir sem ekki eiga kost á því að senda tölvupóst, senda upplýsingar á sér blaði með bílstjóra þegar fé er sótt. Það er mjög mikilvægt að pantanir á heimtöku komist tímanlega og skilmerkilega til skila daginn fyrir slátrun.
  • Ef beiðni fyrir heimtöku skilar sér ekki deginum áður en slátrun á sér stað verður ekki hægt fá skrokka úr eigin framleiðslu og verða því valdir úr safni.
  • Taka þarf fram að ef, viðkomandi innleggjandi vill fá allt heimtekið sem fer í ákveðinn flokk, að það sé þá tekið fram að hámarki hversu marga skrokka.  Eins öfugt að ef ekkert fer í tiltekinn flokk, sem beðið er um heim, að þá sé tekið fram einhverja aðra flokka í staðin. Undantekningartilfelli eru um að skrokkar sem eiga að vera heimteknir fari í úrkast. Í þeim tilfellum er ekki settur annar skrokkur í staðin nema það sé tekið sérstaklega fram.
  • Taka þarf skýrt fram hvort eigi að saga heimtökukjötið og hvernig.
  • Hvort skrokkar eigi að vera heilir, vera 7 parta sagaðir eða fínsagaðir.
  • 7 parta sögun er þegar skrokkur er hlutaður í; læri heil, hryggur heill, frampartar heilir og slög heil. Athugið að hækill er hafður á lærum í 7 parta sögun. Allt umfram þessa sögun er fínsögun.
  • Heilir skrokkar eru pokaðir og grisjaðir. Sagaðir skrokkar er pakkað hverjum fyrir sig í pappakassa.
  • Taka þarf fram ef innleggjandi vill láta senda sér kjötið greiðir hann allan kostnað við sendingu

 

Sækja um að leggja inn hjá okkur

Vinsamlegast skráið ykkur á viðkomandi eyðublað (hér) 

Með fyrirvara um breytingar og innsláttavillur.

Síðan var uppfærð 10.09.20.