Verðskrá fyrir haustið komin

Kominn er inn verðlisti fyrir komandi sláturtíð 2019. Upplýsingar um heimtöku fyrir sláturtíð eru komnar inn á síðu SAH Afurða. Athugið að í haust verður breyting á verðskrá heimtöku. Innleggjendur sem leggja allt sitt sláturfé hjá SAH Afurðum falla undir verðskrá 1. Aðrir innleggjendur greiða samkvæmt verðskrá 2.

Ef að rekstur árs 2019 gefur tilefni til verða greiddar viðbótagreiðslur ofan á verð samkvæmt verðskrá eins og gert hefur verið undanfarin ár.

Bændur eru beðnir um að huga tímanlega að sláturpöntunum og taki frá heppilega daga í síma 455-2200 eða á netfangið sah@sahun.is.

Hér má nálgast verðlistann. Hér er flýtileið á sauðfjársíðuna.