Fréttir

Innmatur úr slátrun

Breytingar á geymslu á innmat úr nautgripum. Frá og með 8 september 2021 verður ekki hægt að óska eftir að innmatur úr nautgripum verði frystur. Sækja verður innmat síðasta lagi daginn eftir slátrun.
Lesa meira

Verðskrá sauðfjár 2021 - uppfærð 1. september 2021

Sameiginleg verðskrá Norðlenska og SAH fyrir sauðfjárinnlegg haustsins hefur verið uppfærð. Breyting er á verði fyrir dilkakjöt en verð fyrir fullorðið og heimtöku er óbreytt.
Lesa meira

Bændafundur

SAH Afurðir ehf boða til bændafundar þriðjudaginn 24.ágúst 2021 í mötuneyti SAH Afurða kl: 12:00. Boðið verður upp á mat. Á fundinum verður rætt um komandi sláturtíð og fl. Það er von okkar að þú sjáir þér fært að mæta og taka þátt í umræðum með okkur.
Lesa meira

Verðskrá sauðfjár 2021 er komin út

Norðlenska og SAH Afurðir hafa gefið út verðskrá og greiðslufyrirkomulag fyrir komandi sláturtíð.
Lesa meira

Skilyrði fyrir samruna Kjarnafæðis, Norðlenska og SAH uppfyllt

Samkomulag um samruna Kjarnafæðis, Norðlenska matborðsins og SAH afurða var undirritað í júlí 2020. Samkeppniseftirlitið heimilaði samrunann með skilyrðum hinn 12. apríl síðastliðinn og síðan hafa stjórnir og stjórnendur félaganna unnið að því hörðum höndum að uppfylla skilyrðin til að fá heimild til að framkvæma samrunann. Nú hafa þau skilyrði verið uppfyllt og geta samrunafélögin því hafið sameiningarferlið.
Lesa meira

Samkeppniseftirlitið heimilar samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH afurða með skilyrðum

Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað samruna kjötafurðastöðvanna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH afurða með skilyrðum. Samrunaaðilar brugðust við mati eftirlitsins á skaðlegum áhrifum samrunans á samkeppni með því að setja fram tillögur að skilyrðum sem væru til þess fallnar að mæta áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af skaðlegum áhrifum samrunans á samkeppni, en gerðu um leið samrunaaðilum kleift að framkvæma samrunann og ná markmiðum hans.
Lesa meira

Aðalfundur Sölufélags Austur Húnvetninga svf.

Aðalfundur Sölufélags Austur Húnvetninga svf. verður haldinn þann 25. mars í mötuneyti SAH Afurða ehf. Húnabraut 39.
Lesa meira

Aðalfundur Sölufélags Austur-Húnvetninga

Aðalfundur Sölufélags Austur-Húnvetninga verður haldinn á skrifstofu framkvæmdastjóra SAH afurða ehf, miðvikudaginn 10. mars 2020 kl. 13:00
Lesa meira

Uppfærð verðskrá stórgripa

SAH Afurðir hafa uppfært verðskrá á stórgripum.
Lesa meira

Verðskrá sauðfjár haustið 2020

Kominn er inn verðlisti og greiðslufyrirkomulag fyrir komandi sláturtíð. Bændur og aðrir utanaðkomandi gestir er ekki heimilaður aðgangur að afurðastöð, skrifstofu og mötuneyti. Sem þýðir að bændur geta ekki framvísað sínu fé, né fylgst með við kjötmat. Því er mjög mikilvægt að móttökukvittun frá bílstjóra sé rétt útfyllt.
Lesa meira